Lemken Juwel 8 M V U 5 L 100
Öflugur 5 skera plógur hlaðinn aukabúnaði. Meðal útbúnaðar má nefna:
- Dural CS40 opnir moldverpar sem með sérhertu stáli í öllum slitflötum sem auðvelt er að skifta út. Hentar mjög vel fyrir bæði léttan jarðveg sem og seigari jarðveg, sérstaklega jarðveg sem molnar og á það til að klístrast á venjulegum moldverpum. Gerir breitt plógfar fyrir breið dekk og lágmarks viðnám sem sparar afl og eldsneytisnotkun.
- Tenntir hjólskerar með gorma öryggisfjöðrun sem henta afar vel td þegar það er töluverður hálmur á yfirborðinu
- DS1 ristlar sem hægt er stilla á einfaldan máta án verkfæra
- Vökvastillt vinnslubreidd og vökvastilling á fremsta skera
- Vökvastillt dýptarstilling með dempara á landhjóli með flotdekki(340/55-16)
- Stillanlegur vökvaútsláttur sem auðvelt er að stilla
- Festing og vökvaúrtak fyrir áfastann „packer“